Öryggisúttektir á eldra húsnæði
BSI á Íslandi býður nú sértækar úttektir á eldra húsnæði með tilliti til öryggis.
Skoðunarmenn skila skýrslu,sem felur í sér heildarúttekt helstu áhættuþátta, svo sem rafmagns og brunaáhættu.
Úttektir eru framkvæmdar af sérfræðingum okkar á hverju sviði, sem hafa áratuga reynslu í slíkum úttektum.
Meðal þess sem farið er yfir:
- Frágangur rafmagns og raflagna
- Ástand brunavarna og flóttaleiðir
- Almenn ástandsskoðun á húsnæði
Niðurstöðu er skilað í formi skýrslu, sem tilgreinir ástand og áhættuþætti sem huga þarf að.
Fyrir hverja er þjónustan?
- Íbúa
- Eigendur eldra húsnæðis
- Tryggingafélög
- Þá aðila sem vilja fá mat á eldra húsnæði og þeim hættum, sem þar kunna að leynast.
Nánari upplýsingar veitir Árni H. Kristinsson á skrifstofu BSI.