BSI á Íslandi getur nú boðið löggildingu á öllum sjálfvirkum vogum og ósjálfvirkar vogum upp í 3.000 kg hámarksgetu í umboði HMS.
Af hverju löggilding?
Samkvæmt lögum og reglugerðum er skylt að löggilda vogir sem vara er seld eftir.
Með því að löggilda mælitæki í rekstri er verið að vernda neytendur og skapa með því traust í viðskiptum
Til þess að sjá hvort að mælitæki sé löggilt er hægt að athuga hvort það sé löggildingamiði á þeim. Miðinn er gataður í gegnum ártal og númeri sem táknar mánuðinn til að sýna lok löggildingatímabils. Það þýðir að göt í gegnum 8 og 2023 þýða að tímabilið rennur út í lok ágúst 2023.
Hvaða mælitæki eru löggildingaskyld?
Búðarvogir, sjálfsafgreiðsluvog, fiskvinnsluvogir, kjötvinnsluvogir, hafnarvogir, rennslimælar, dælur, raforkumælar, vatnsmælar o.fl
Löggildingar eru framkvæmdar í samræmi við reglugerðir:
· Um mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum nr. 254/2009.
· Um mælifræðilegt eftirlit með sjálfvirkum vogum nr. 253/2009.
Löggilding voga – Verðskrá
SAMRÆMISMAT
Sem umboðsaðili NMI CERTIN getum við boðið samræmismat fyrir allar vogir.
Samræmismat felst í ítarlegri prófun á vog sem aðeins tilnefndir aðilar mega framkvæma.
NMi er tilnefndur aðili (Notified Body) af Evrópusambandinu númer 0122.