BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

Skoðun öryggisstjórnkerfa rafverktaka

Úttektir á öryggisstjórnkerfum

Samkvæmt reglugerð um raforkuvirki 678/2009 um öryggisstjórnun skulu ábyrgðarmenn raforkuvirkja og iðjuvera koma upp kerfi til öryggisstjórnunar á eigin virkjum sem að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar uppfyllir skilyrði laga nr. 146/1996 og reglugerða settra með stoð í þeim. Einnig skulu rafverktakar koma upp kerfi til öryggisstjórnunar á eigin starfsemi sem að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar uppfyllir skilyrði ofangreindra laga.

https://island.is/reglugerdir/nr/0678-2009

 BSI á Íslandi framkvæmir úttektir á öryggisstjórnkerfum rafverktaka sem tryggir að ákvæðum laga og reglugerða sé fylgt en öllum löggildum rafverktökum er skylt að láta framkvæma reglubundnar úttektir á öryggisstjórnkerfum sbr. hér að ofan.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun felur jafnframt skoðunarstofum að framkvæma úttektir hjá rafverktökum til að skoða hvort eftirlit rafverktaka með eigin verkum sé nægjanlegt.

 Hjálplegar upplýsingar er einnig að finna á síðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar, öll fyrirmæli á rafmagnsöryggissviði, þ.e. orðsendingar, verklagsreglur, verklýsingar, skoðunarreglur og eyðublöð.

 

Hafðu samband