BSI á Íslandi er faggild skoðunarstofa sem er heimilt, að fengnu starfsleyfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, að annast skoðanir, rannsóknir, eftirlit og úttektir á virkjum og öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka, rafföngum og aðstöðu og búnaði rafverktaka samkvæmt samningi við stjórnvöld, eigendur, rekstraraðila, seljendur, framleiðendur og aðra sem ber að uppfylla tilteknar skyldur á rafmagnssviði.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir starfsleyfi til reksturs skoðunarstofa á rafmagnssviði. Starfsleyfi er skilgreint og bundið við eitt eða fleiri eftirfarandi starfssviða:
– Að skoða virki með málspennu yfir 1000 V rið- eða 1500 V jafnspennu
– Að skoða virki með málspennu til og með 1000 V rið- eða 1500 V jafnspennu
– Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafveitna og framkvæmd öryggisstjórnunar
– Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka og framkvæmd öryggisstjórnunar
– Skoðun á aðstöðu og búnaði rafverktaka
Trúnaður
Fyllsta trúnaðar er gætt að hálfu BSI á Íslandi um þau gögn sem unnið er með hverju sinni. Skoðunarskýrslur eru sendar eiganda veitu. Varðandi þær skoðanir sem BSI á Íslandi vinnur í umboði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, fær Húsnæðis- og mannvirkjastofnun afrit af skoðunarskýrslu sent til sín rafrænt.
BSI á Íslandi hefur starfsleyfi til eftirlits með rafföngum á markaði.
Skoðunarstofa skal fullnægja kröfum um hlutleysi þriðja aðila, eins og þær eru í reglugerð um starfsemi faggiltra óháðra skoðunarstofa. Skoðunarstofa fer eftir verklagi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við skoðanir.
Dumitru Mihai, Kristján Halldórsson og Hjalti Ben Ágústsson
eru skoðunarmenn staðsettir í Reykjavík og Hrafn Hilmarsson
og Ólafur Hjörtur Magnússon sjá um Markaðseftirlit með rafföngum.
Dumitru Mihai er tæknilegur stjórnandi Rafmagnssviðs.
Við tökum að okkur úttektir og skoðanir á rafmagnssviði um allt land á samkeppnishæfu verði. Hafðu samband við skrifstofu okkar í síma 414-4444 eða sendu okkur fyrirspurn á rafmagn@bsiaislandi.is.