Rafmagnsskoðanir
Faggild skoðunarstofa
Eftirlit og úttektir á virkjum og öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka.
BSI á Íslandi er óháð faggild skoðunarstofa sem framkvæmir, skoðanir, rannsóknir, eftirlit og úttektir á virkjum og öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka. Að auki sinnir eftirliti með rafföngum og aðstöðu og búnaði rafverktaka, að fengnu starfsleyfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ábyrgist að reglubundið eftirlit með veitum í rekstri, sé með þeirri tíðni sem ákveðin er í gr. 6.5 og gr. 6.6 í reglugerð um raforkuvirki.
Starfsleyfi BSI á Íslandi er skilgreint og bundið við eftirfarandi starfssviða:
- Að skoða virki með málspennu yfir 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu
- Að skoða virki með málspennu til og með 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu
- Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafveitna og framkvæmd öryggisstjórnunar
- Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka og framkvæmd öryggisstjórnunar
- Skoðun á aðstöðu og búnaði rafverktaka
- Skoðun raffanga á markaði
Rafmagnsskoðunarmenn BSI á Íslandi
Dumitru Mihai
Tæknilegur stjórnandi rafmagnssviðs
Hrafn Hilmarsson
Umsjónarmaður markaðseftirlits
Hjalti Ben Ágústsson
Skoðunarmaður
Kristján Halldórsson
Skoðunarmaður
Ólafur Hjörtur Magnússon
Skoðunarmaður / Markaðseftirlit með rafföngum
Markaðseftirlit með rafföngum
BSI á Íslandi hefur starfsleyfi til eftirlits með rafföngum á markaði.
Skoðunarstofa skal fullnægja kröfum um hlutleysi þriðja aðila, eins og þær eru í reglugerð um starfsemi faggiltra óháðra skoðunarstofa. Skoðunarstofa fer eftir verklagi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við skoðanir.
Dumitru Mihai, Kristján Halldórsson og Hjalti Ben Ágústsson eru skoðunarmenn staðsettir í Reykjavík og Hrafn Hilmarsson og Ólafur Hjörtur Magnússon sjá um Markaðseftirlit með rafföngum. Dumitru Mihai er tæknilegur stjórnandi Rafmagnssviðs.
Við tökum að okkur úttektir og skoðanir á rafmagnssviði um allt land á samkeppnishæfu verði. Hafðu samband við skrifstofu okkar í síma 414-4444 eða sendu okkur fyrirspurn á rafmagn@bsiaislandi.is.
Öryggisstjórnun rafverktaka
Löggiltum rafverktaka ber að koma sér upp skilgreindu öryggisstjórnunarkerfi samanber VLR 3.010 Öryggisstjórnun rafverktaka, þannig að tryggt sé að öll hans starfsemi sé samkvæmt reglum. Rafverktaki fylgi reglugerð um raforkuvirki, fyrirmælum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og öðrum gildandi lögum og reglum, eftir því sem við á, í störfum sínum.
Þjónustuver og netspjall
Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15
Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!