Skipaskoðun

Skipaskodun um allt landÞJÓNUSTA UM ALLT LAND

BSI á Íslandi er faggild skoðunarstofa sem hefur starfsleyfi frá Samgöngustofu til að framkvæma skoðanir á skipum um allt land. Hjá okkur starfa skoðunarmenn með áratuga reynslu sem taka vel á móti þér og kappkosta að veita faglega þjónustu á sanngjörnu verði.

 

Fagleg þjónusta á sanngjörnu verði

Skipaskoðunarsvið leggur metnað okkar í að bjóða faglegar og hagkvæmar skoðanir og leggja þannig grunninn að farsælu langtíma sambandi. Hjá okkur starfa 5 skoðunarmenn sem eru boðnir og búnir að aðstoða þig með þína skipaskoðun.

Trúnaður
Fyllsta trúnaðar er gætt að hálfu BSI á Íslandi um þau gögn sem unnið er með hverju sinni. Skoðunarskýrslur eru sendar verkkaupa og skráðar í skipaskrá Samgöngustofu.

Settu þig í samband við skoðunarmann okkar á þínu svæði og bókaðu tíma sem hentar þér

Það er einfalt að bóka Skipaskoðun hjá BSI á Íslandi

Þú getur fyllt út umsókn hér á heimasíðu okkar, sent okkur tölvupóst á skipaskodun@bsiaislandi.is, haft samband beint við skoðunarmann eða hringt í skrifstofu okkar í síma 414 4444 og pantað tíma sem hentar þér.

 

Þeim eigendum skipa sem þurfa skoðun utan SV-lands er bent á að þeir geta með samvinnu sín á milli náð kostnaði verulega niður ef skoðanir eru pantaðar fyrir nokkur skip í einu með einhverjum fyrirvara.

(c) BSI 2013