BSI á Íslandi er faggild skoðunarstofa sem hefur starfsleyfi frá Siglingastofnun Íslands til að framkvæma skipaskoðanir um allt land.
Við önnumst m.a. eftirfarandi skoðanir á skipum og bátum:
- Búnaðarskoðun
- Þykktarmælingar
- Bolskoðun
- Rafmagnsskoðanir
- Vélskoðun
- Öxul og stýrisskoðanir
- Fjarskiptaskoðanir
- Úttektir á nýsmíði og breytingum
- Úttektir á brunaviðvörunarkerfum
Það er einfalt að bóka skipaskoðun hjá okkur hvar sem er á landinu
Þú getur fyllt út umsókn hér á heimasíðu okkar, sent okkur tölvupóst á skipaskodun@bsiaislandi.is, haft samband beint við skoðunarmann eða hringt í skrifstofu okkar í síma 414 4444 og pantað tíma sem hentar þér.