Störf í boði – Skoðunarmaður á Skipaskoðunarsviði – Norðurland

BSI á Íslandi auglýsir eftir skoðunarmönnum á Skipaskoðunarsviði

Skipaskoðunarmaður á Norðurlandi

 

 


Umsækjendur þurfa að uppfylla eitt af eftirfarandi:

 Hafa réttindi skipstjóra sbr. STVW- 11/1 eða vélstjóra sbr. STCW- 111/2

 Lokið prófi sem skipaverkfræðingur/tæknifræðingur, vélaverkfræðingur/tæknifræðingur eða verkfræðingur/tæknifræðingur á sviði siglingamála og unnið sem slíkur í fimm ár að minnsta.

 Hafa iðnmenntun og meistararéttindi á viðkomandi sviði (svo sem: skipasmíði, plötusmíði, vélvirkjun, rafvirkjun eða rafeindavirkjun) og unnið sem slíkur í fimm ár að minnsta.

Hæfniskröfur:
 Skipulögð og öguð vinnubrögð.
 Sjálfstæði, frumkvæði og þjónustulund.
 Hæfni í mannlegum samskiptum.
 Reynsla af skoðunarstörfum kostur.

Allar upplýsingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarupplýsingar.

BSI á Íslandi er faggild skoðunarstofa sem hefur starfsleyfi frá Samgöngustofu til að framkvæma skoðanir á skipum um allt land.

Sendu okkur umsókn ásamt ferilskrá á info@bsiaislandi.is ef þú hefur áhuga og metnað til að starfa í okkar liði.

(c) BSI 2013