BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

Störf

BSI á Íslandi, faggild skoðunarstofa

Almenn umsókn

Við hjá BSI á Íslandi viljum ráða til okkar hæft starfsfólk sem sýnir frumkvæði, metnað og er sjálfstætt og faglegt í vinnubrögðum. Við ráðum reglulega til okkar starfsfólk til sérstakra verkefna og til lengri tíma.

Hér er hægt að sækja um starf hjá BSI á Íslandi, laus störf eru auglýst sérstaklega.

Með því að skila inn umsókn heimilar umsækjandi BSI á Íslandi að skrá upplýsingar í gagnagrunn og leita staðfestingar á sannleiksgildi þeirra. Gildistími umsóknar er 6 mánuðir, þeim er síðan eytt nema þú hafir samband við okkur og látir vita hvort framlengja eigi gildistíma umsóknarinnar. Allar umsóknir eru geymdar sem trúnaðarupplýsingar á meðan þær eru í vörslu okkar. Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðið hefur verið í starfið. Öðrum almennum umsóknum er svarað eftir því sem við á.

Smelltu á auglýst starf eða sendu okkur almenna starfsumsókn.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, hafðu þá samband við skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendu póst á radningar@bsiaislandi.is.

Við þökkum sýndan áhuga á að starfa með okkur.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina ef starf losnar sem gæti hentað þeim og umsækjanda boðið að koma og kynna sig í viðtali.

Almenn umsókn sendist á radningar@bsiaislandi.is

Sérfræðingur í úttektum á stjórnkerfistöðlum

BSI á Íslandi ehf. auglýsir eftir sérfræðing í úttektum á stjórnkerfum samkvæmt kröfum ISO stjórnkerfisstaðla.

Viðkomandi mun hljóta þjálfun hjá BSI í aðferðafræði úttekta og öðlast alþjóðleg réttindi. Um er að ræða starf á Íslandi en í alþjóðlegu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hafa þekkingu á stöðlum og geta framkvæmt úttektir með tilliti til krafna
  • Undirbúa skýrslur m.a. á ensku og skila niðurstöðum til viðskiptavina
  • Bjóða þjónustu BSI til viðskiptavina til að bæta enn frekar rekstur, stýra áhættu og auka árangur þeirra
  • Stuðla að góðum samskiptum við viðskiptavini BSI til að viðhalda ánægju þeirra með þjónustu
  • Veita skjótar upplýsingar um þjónustu BSI, s.s. sérfræðiaðstoð um staðla og námskeið
  • Þjálfa samstarfsmenn og aðstoða við innleiðingu og þjálfun nýrra samstarfsmanna eftir því sem við á
  • Viðhalda og þróa eigin færni og þekkingu á stjórnkerfum
  • Vera fulltrúi BSI, það er að starfa siðferðislega, fylgja reglum fyrirtækisins meðal annars um hlutleysi og trúnað ásamt því að bjóða þjónustu BSI samkvæmt bestu aðferðum til viðskiptavina svo að þeir geti hámarkað árangur sinn.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólagráða sem nýtist í starfi, t.d. á sviði heilbrigðisgeira, verk-, tæknifræði eða raungreinum og geti sýnt fram á getu til faglegra vinnubragða
  • Starfsreynslu í vottuðu stjórnkerfi og alhliða þekking á viðskiptaferlum og beitingu gæða- umhverfis-, upplýsingaöryggis- og/eða heilsu- og öryggisstjórnkerfi er kostur
  • Hafa brennandi áhuga á stjórnkerfum og tengdum málefnum, t.d gæðastjórnun, umhverfi, heilsu og öryggi
  • Reynsla af því að miðla þekkingu er kostur s.s. með námskeiðum eða fyrirlestrum
  • Þjónustulund og eiga gott með að starfa með öðrum
  • Þekking á t.d. ISO 9001 og ISO 14001, ISO 27001 og/eða ISO 45001 stöðlum
  • Þekking á kröfum um CE merkingar er kostur
  • Kunnátta/reynsla í verkefnastjórnun er kostur
  • Góð almenn starfsreynsla í mörgum starfsgreinum er kostur og víðtæk reynsla af vinnumarkaði
  • Hafa góða íslensku og ensku kunnáttu – talað og ritað mál.

Nánari upplýsingar um starfið  í síma 414-4444 eða í gegnum netfangið radningar@bsiaislandi.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. september næstkomandi. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi ferilskrá ásamt kynningarbréfi.

Tæknimaður / Skoðunarmaður á skipasviði

BSI á Íslandi auglýsir eftir skoðunarmanni á skipaskoðunarsviði. Viðkomandi aðili mun hljóta þjálfun til að viðhalda og þróa eigin færni og þekkingu.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæma skoðanir með tilliti til krafna og reglugerðar. Skipaskoðanir BSI á Íslandi falla undir reglugerð nr. 94/2004, um starfshætti faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar.
  • Undirbúa skýrslur og skila niðurstöðum.
  • Aðrar úttektir eftir hæfni.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • a) atvinnuskírteini skipstjóra sem heimilar honum að stjórna skipi sem er 600 brúttótonn að stærð eða meira (sbr. STCW-regla II/2) og hafa starfað til sjós í fimm ár að minnsta kosti sem yfirmaður á þilfari;eða
  • b) atvinnuskírteini yfirvélstjóra sem heimilar honum að taka að sér starf um borð í skipi þar sem afl aðalvélbúnaðar er 3.000 kW eða meira (sbr. STCW-regla III/2) og hafa starfað til sjós í fimm ár að minnsta kosti sem yfirmaður í vélarúmi; eða
  • c) lokið prófi sem skipaverkfræðingur/tæknifræðingur, vélaverkfræðingur/tæknifræðingur eða verkfræðingur/tæknifræðingur á sviði siglingamála og unnið sem slíkur í fimm ár að minnsta kosti; eða
  • d) iðnmenntun og meistararéttindi á viðkomandi sviði (svo sem: skipasmíði, plötusmíði, vélvirkjun, rafvirkjun eða rafeindavirkjun) og unnið sem slíkur í fimm ár að minnsta kosti. Skoðunarmaður skal hafa þekkingu á ákvæðum alþjóðasamninga og viðeigandi starfsaðferðum við skoðun á skipum og búnaði þeirra.
 
Hafðu samband