Við hjá BSI á Íslandi viljum ráða til okkar hæft starfsfólk sem sýnir frumkvæði, metnað og er sjálfstætt og faglegt í vinnubrögðum. Við ráðum reglulega til okkar starfsfólk til sérstakra verkefna og til lengri tíma.
Hér er hægt að sækja um starf hjá BSI á Íslandi, laus störf eru auglýst sérstaklega.
Með því að skila inn umsókn heimilar umsækjandi BSI á Íslandi að skrá upplýsingar í gagnagrunn og leita staðfestingar á sannleiksgildi þeirra. Gildistími umsóknar er 6 mánuðir, þeim er síðan eytt nema þú hafir samband við okkur og látir vita hvort framlengja eigi gildistíma umsóknarinnar. Allar umsóknir eru geymdar sem trúnaðarupplýsingar á meðan þær eru í vörslu okkar. Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðið hefur verið í starfið. Öðrum almennum umsóknum er svarað eftir því sem við á.
Smelltu á auglýst starf eða sendu okkur almenna starfsumsókn.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, hafðu þá samband við skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendu póst á radningar@bsiaislandi.is.
Við þökkum sýndan áhuga á að starfa með okkur.
Bestu kveðjur,
Störf í boði
Almenn umsókn
Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina ef starf losnar sem gæti hentað þeim og umsækjanda boðið að koma og kynna sig í viðtali.
Almenn umsókn sendist á radningar@bsiaislandi.is
Almenn umsókn – Sérfræðingar í úttektum á stjórnkerfisstöðlum
BSI á Íslandi ehf. auglýsir eftir sérfræðingum í úttektum á stjórnkerfum samkvæmt kröfum ISO stjórnkerfisstaðla.
Viðkomandi mun hljóta þjálfun hjá BSI í aðferðafræði úttekta og öðlast alþjóðleg réttindi. Um er að ræða starf á Íslandi en í alþjóðlegu umhverfi.
Gott að vita þegar sótt er um starf
Umsækjendur eru beðnir um að skila upplýsingum sem óskað er eftir í umsókn með ferilsskrá (CV) og kynningarbréf (Cover letter).
Umsækjandi ber ábyrgð á að upplýsingarnar séu sannar og settar fram samkvæmt bestu vitund.
Eftirfarandi upplýsingar eru gagnlegar að sjá í ferilskrá:
Menntun (skóli, námssvið, gráða, upphaf og lok námstímabils).
Fyrri störf (vinnuveitandi, starfsheiti/verksvið, upplýsingar um helstu verkefni, upphaf og lok ráðningar).
Tölvukunnátta (t.d hugbúnaður sem þú hefur öðlast færni í að nota).
Tungumálakunnátta (tala, lesa og/eða skrifa).
Námskeið
Félagsstörf/áhugamál
Mynd
Aðrar grunnupplýsingar:
Kennitala
Nafn
Heimili
Staður
Símanúmer
Netfang
Meðmælendur (nafn, starfsheiti, sími og tölvupóstfang)
Þessar upplýsingar gætu átt heima í ferilskrá eða kynningarbréfi:
- Tegund starfs sem sótt er um og ástæða
- Styrkleikar sem hafa þýðingu fyrir starfið
- Hvenær getur þú hafið störf?
- Vinnutími/starfshlutfall
(Ekki verður haft samband við meðmælendur án þess að tala fyrst við umsækjanda.)