Störf í boði


Hér er hægt að sækja um starf hjá BSI á Íslandi, laus störf eru auglýst sérstaklega.

Við ráðum reglulega til okkar starfsmenn til sérstakra verkefna og til lengri tíma.

Með því að skila inn umsókn heimilar umsækjandi BSI á Íslandi að skrá upplýsingar í gagnagrunn og leita staðfestingar á sannleiksgildi þeirra.

Gildistími umsóknar er 12 mánuðir, þeim er síðan eytt nema þú hafir samband við okkur og látir vita hvort framlengja eigi gildistíma umsóknarinnar. Allar umsóknir eru geymdar sem trúnaðarupplýsingar á meðan þær eru í vörslu okkar.

Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðið hefur verið í starfið. Öðrum almennum umsóknum er svarað eftir því sem við á.

Smelltu á auglýst starf eða sendu okkur almenna starfsumsókn.

Við þökkum sýndan áhuga á að starfa með okkur.

Bestu kveðjur,

Störf í boði


Sérfræðingar í úttektum á stjórnkerfisstöðlum

BSI á Íslandi ehf. auglýsir eftir sérfræðingum í úttektum á stjórnkerfum samkvæmt kröfum ISO stjórnkerfisstaðla.

Viðkomandi mun hljóta þjálfun hjá BSI í aðferðafræði úttekta og öðlast alþjóðleg réttindi. Um er að ræða starf á Íslandi en í alþjóðlegu umhverfi.

Frekari upplýsingar um starf

Almenn umsókn


Umsækjendur eru beðnir um að skila upplýsingum sem óskað er eftir í almennri umsókn með ferilsskrá (CV).

Umsækjandi ber ábyrgð á að upplýsingarnar séu sannar og settar fram samkvæmt bestu vitund.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, hafðu þá samband við skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendu póst á info@bsiaislandi.is.

Eftirfarandi upplýsingar eru mikilvægar í ferilsskrá:

Menntun (skóli, námssvið, gráða, upphaf og lok námstímabils).
Fyrri störf (vinnuveitandi, starfsheiti/verksvið, upphaf og lok ráðningar).
Tölvukunnátta (hugbúnaður sem þú hefur öðlast færni í að nota).
Tungumálakunnátta (tala, lesa og/eða skrifa).
Félagsstörf / áhugamál
Mynd

Aðrar grunnupplýsingar :

Kennitala
Nafn
Maki og börn (ef við á)
Heimili
Staður
Heimasími / GSM / Vinnusími
Netfang
Tegund starfs sem sótt er um og ástæða
Hvenær getur þú hafið störf ?
Vinnutími
Umsagnaaðilar (nafn, starfsheiti, sími)

(Ekki verður haft samband við meðmælendur án þess að tala fyrst við umsækjanda.)

(c) BSI 2013