Sérfræðingur á sviði stafrænna lausna

BSI á Íslandi óskar eftir því að ráða agaðan og metnaðarfullan einstakling til þess að vinna að snjall- og sjálfvirknivæðingu ferla. Viðkomandi yrði í fjölbreyttum verkefnum þar sem tækifæri er til að koma með nýjar tæknilegar lausnir.  

Helstu verkefni og ábyrgð 

• Þátttakandi í að móta, þróa og innleiða nýjar stafrænar lausnir 

• Greina kröfur og óskir með tilliti til gagna 

• Viðhald og umbætur á núverandi kerfum  

• Önnur tilfallandi verkefni 

Menntunar- og hæfniskröfur 

• Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verkfræði, tölvunarfræði, eða í tengdum greinum 

• Reynsla af þróun og viðhaldi stafrrænna lausna 

• Áhugi fyrir notendavænum lausnum  

• Þekking á eftirfarandi er kostur: 

        – Office 356 (Power automate, Power Apps, Power BI, Sharepoint) 

        – API management 

        – SQL 

        – JavaScript 

• Skipulögð og vönduð vinnubrögð, bæði sjálfstætt og í hópi 

• Metnaður og lausnarmiðuð hugsun

• Frumkvæði og kraftur til að hrinda hugmyndum í framkvæmd 

• Framúrskarandi samskiptahæfni, góð enskukunnátta og þjónustulund 

Umsókn sendist í gegnum Alfreð

Nánari upplýsingar um starfið veitir Edda Sif Oddsdóttir í síma 414-4444 eða í gegnum netfangið radningar@bsiaislandi.is. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars næstkomandi. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi ferilskrá ásamt kynningarbréfi.

(c) BSI 2013