Skoðunarmaður á rafmagnssviði

BSI á Íslandi óskar eftir því að ráða agaðan og metnaðarfullan einstakling í starf skoðunarmanns á rafmagnssviði. Hjá okkur er gott vinnumhverfi og starfsfólkið býr yfir ólíkri þekkingu, reynslu og hæfileikum.

Meðal verkefna sviðsins eru:

•  Að skoða virki með málspennu yfir 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu
•  Að skoða virki með málspennu til/með 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu
•  Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafveitna og framkvæmd öryggisstjórnunar
•  Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka og framkvæmd öryggisstjórnunar
•  Skoðun á aðstöðu og búnaði rafverktaka
•  Að skoða rafföng á markaði
•  Önnur tilfallandi verkefni

Menntunarkröfur: Skoðunarmaður skal:

(1) hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja,

eða

(2) hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja,

eða

(3) hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands og Tækniskóli Íslands) eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja,

eða

(4) hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati mennta¬mála-ráðuneytisins og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja.

Hæfniskröfur:

•  Öguð vinnubrögð
•  Hæfni í mannlegum samskipum
•  Reynsla af skoðunarstörfum kostur
•  Gott vald á íslensku og ensku

Um BSI á Íslandi

BSI á Íslandi er faggild skoðunarstofa sem hefur m.a. faggildingu fyrir skoðunum á gæðastjórnunarkerfum í byggingariðnaði, árlegar skoðanir leiksvæða og lyftur frá Faggildingarsviði Hugverkastofu ásamt starfsleyfi til að framkvæma skoðanir á skipum og rafmagnseftirlit.

Við erum jafnframt umboðsaðili BSI group sem er leiðandi aðili í sérfræðiþjónustu til stofnanna og fyrirtækja um allan heim. Hvort sem þú ert að leita eftir samstarfs-aðila fyrir vottun á stjórnkerfum (t.d. ISO 9001, ISO 14001, ISO 27001, ISO 45001 og ÍST 85 – Jafnlaunavottun), þjálfun við innleiðingu á þeim eða vantar hjálp vegna CE merkingar á búnaði þá getum við aðstoðað þig.

Umsókn sendist á:
radningar@bsiaislandi.is merkt „Skoðunarmaður á rafmagnssviði“.

Ráðning fer fram eftir nánara samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til og með 1.júní

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar um BSI á Íslandi ehf eru á heimasíðu okkar

(c) BSI 2013