Sölufulltrúi

Við hjá BSI á Íslandi erum að leita að söludrifnum einstakling til liðs við okkar öfluga teymi. Sölufulltrúi þarf að hafa þjónustulund að leiðarljósi í sínu starfi í samskiptum við viðskiptavini. Starfið gerir einnig ráð fyrir frumkvæði á að koma á nýjum viðskiptatengslum við þá þjónustu sem fyrirtækið veitir hverju sinni.

 

Helstu verkefni og ábyrgð
• Að búa til ný viðskiptatækifæri með framsækni og áræðni
• Að öðlast söluþekkingu á þeim vörum sem fyrirtækið selur
• Samninga-og tilboðsgerð
• Að ná sölumarkmiðum og mælikvörðum sem sett eru
• Tekur þátt í að skipuleggja og leiða símasölu fyrirtækisins
• Skrá samskipti við viðskiptavini í upplýsingakerfi í samræmi við verklag BSI á Íslandi
• Að vinna á skilvirkan hátt með öðrum starfsmönnum BSI á Íslandi eins og krafist er
• Að taka þátt í að bæta og innleiða úrbætur á söluferlum
• Að styðja sölu- og markaðsstjóra í ýmsum verkefnum
• Önnur verkefni og ábyrgð eins og skilgreind eru frá tíma til tíma

 

Menntunar- og hæfniskröfur
• Starfsreynsla af sölu-og markaðsmálum
• Dugnaður, jákvæðni og brennandi áhugi á sölustörfum er krafa
• Menntun á sviði sölu- eða markaðsmála eða sambærilegt kostur
• Setur áherslu á þarfir viðskiptavina
• Samskiptahæfni krafa
• Skipulögð og vönduð vinnubrögð, bæði sjálfstætt og í hópi
• Góð þekking á upplýsingatækni og viðskiptatengslahugbúnaði kostur
• Mjög gott vald á ensku og íslensku í ræðu og riti

 

(c) BSI 2013