BSI (British Standards Institution) er stofnað árið 1901 og er leiðandi aðili í sérfræðiþjónustu til stofnana og fyrirtækja um allan heim.
Hjá fyrirtækinu starfa yfir 2.500 starfsmenn með starfsemi í 182 löndum.
Þjónustueiningar BSI skiptast í eftirfarandi hluta:
Staðlagerð: BSI er leiðandi á heimsvísu í gerð staðla. Þar er hægt að nálgast staðla allt frá verndun höfundarréttar til tæknilegrar lýsingar á einstökum kerfum.
Úttektir og vottanir: Faggildar úttektir á stjórnkerfum. Viðskiptavinir BSI Management Systems nú eru yfir 80.000.
Vöruprófanir: BSI prófa margar vörur á ýmsum sviðum eins og í byggingariðnaði, brunavörnum, rafmagns, og lækningatækja, gagnvart stöðlum sbr. CE merkingar ásamt því að vera leiðbeinandi við þróun á nýjum vörum.
Námskeið: BSI Learning er leiðandi aðili í námskeiðum fyrir stjórnkerfisstaðla, verklag og alþjóðlegar kröfur. Flest þessara námskeiða eru kennd hérlendis en jafnframt er hægt að sækja sértæk námskeið erlendis á vegum BSI.
Á skrifstofu BSI á Íslandi færðu allar nánari upplýsingar um þjónustu BSI.
BSI vottuð fyrirtæki
Þjónustusíða fyrirtækja með BSI vottun
Uppfletting á BSI vottuðum fyrirtækjum