BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

BSI á Íslandi

Þjónusta við atvinnulífið

BSI á Íslandi

BSI á Íslandi (kt. 551104-2140) er faggild skoðunarstofa frá ISAC, kvörðunarstofa frá UKAS og umboðsaðili BSI Group (British Standards Institution) á Íslandi. Faggilding BSI á Íslandi nær yfir skoðanir á skipum, gæðastjórnunarkerfum í byggingariðnaði og lyftum ásamt árlegum skoðunum leiksvæða.

Við önnumst einnig skoðanir, rannsóknir, eftirlit og úttektir á virkjunum og öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka, rafföngum og aðstöðu og búnaði rafverktaka samkvæmt samningi við stjórnvöld, eigendur, rekstraraðila, seljendur, framleiðendur og aðra sem ber að uppfylla tilteknar skyldur á rafmagnssviði.

BSI á Íslandi býður jafnframt upp á víðtæka kvörðunarþjónustu þar sem aðilar og fyrirtæki geta sótt þjónustu til okkar hvort sem er til löggildingar eða kvörðunar á mælitækjum.

BSI á Íslandi er aðili að European Coordination of Notified Bodies for Lifts sem er Evrópskur samstarfshópur tilkynntra aðila fyrir lyftur.

BSI á Íslandi skuldbindur sig til að tryggja að starfsmenn séu óháðir og verði ekki fyrir þrýstingi sem getur haft áhrif á dómgreind þeirra og að utanaðkomandi aðilar geti ekki haft áhrif á niðurstöður skoðana. BSI á Íslandi starfar sem hlutlaus þriðji aðili og er ekki í ráðgjöf eða kemur að hönnun.

Starfsfólk

Ef óskað er upplýsinga um starfsfólk BSI á Íslandi hafið þá samband við skrifstofu okkar.

 Allar upplýsingar um skoðunarmenn okkar er að finna á eftirfarandi síðum

Skipaskoðun

Rafmagnsskoðun

info@bsiaislandi.is

414-4444

Skráðu þig á póstlista

BSI á Íslandi sendir reglulega frá sér fréttir af stöðlum og viðburðum ásamt upplýsingum um hagnýt námskeið. Skráðu þig á póstlista okkar og fáðu nýjustu upplýsingarnar um þróun staðla og meðferð þeirra ásamt því hvenær námskeiðin eru haldin sem henta þér.

Störf í boði

Við ráðum reglulega til okkar starfsfólk til sérstakra verkefna og til lengri tíma.

Ábendingar

Við erum alltaf að leita leiða til að bæta okkar þjónustu. Hafir þú ábendingar um eitthvað sem má betur fara þá viljum við gjarnan heyra frá þér.
Við tökum líka alltaf við hrósi.
Vinsamlegast settu inn þær ábendingar / betrumbætur sem þú hefur í huga. Ábendingar mega vera nafnlausar.

info@bsiaislandi.is

414-4444

Hafðu samband