BSI á Íslandi
Þjónusta við atvinnulífið
BSI á Íslandi
BSI á Íslandi (kt. 551104-2140) er faggild skoðunarstofa frá ISAC, kvörðunarstofa frá UKAS og umboðsaðili BSI Group (British Standards Institution) á Íslandi. Faggilding BSI á Íslandi nær yfir skoðanir á skipum, gæðastjórnunarkerfum í byggingariðnaði og lyftum ásamt árlegum skoðunum leiksvæða.
Við önnumst einnig skoðanir, rannsóknir, eftirlit og úttektir á virkjunum og öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka, rafföngum og aðstöðu og búnaði rafverktaka samkvæmt samningi við stjórnvöld, eigendur, rekstraraðila, seljendur, framleiðendur og aðra sem ber að uppfylla tilteknar skyldur á rafmagnssviði.
BSI á Íslandi býður jafnframt upp á víðtæka kvörðunarþjónustu þar sem aðilar og fyrirtæki geta sótt þjónustu til okkar hvort sem er til löggildingar eða kvörðunar á mælitækjum.
BSI á Íslandi er aðili að European Coordination of Notified Bodies for Lifts sem er Evrópskur samstarfshópur tilkynntra aðila fyrir lyftur.
BSI á Íslandi skuldbindur sig til að tryggja að starfsmenn séu óháðir og verði ekki fyrir þrýstingi sem getur haft áhrif á dómgreind þeirra og að utanaðkomandi aðilar geti ekki haft áhrif á niðurstöður skoðana. BSI á Íslandi starfar sem hlutlaus þriðji aðili og er ekki í ráðgjöf eða kemur að hönnun.
Skráðu þig á póstlista
Störf í boði
Við ráðum reglulega til okkar starfsfólk til sérstakra verkefna og til lengri tíma.
Ábendingar
Við tökum líka alltaf við hrósi.
Vinsamlegast settu inn þær ábendingar / betrumbætur sem þú hefur í huga. Ábendingar mega vera nafnlausar.