Til eru samræmdir staðlar um kælibúnað
ÍST EN 378 -14 Kælikerfi og varmadælur – Kröfur er varða öryggi og umhverfi
ÍST EN 14276-1-2 Þrýstibúnaður fyrir kælikerfi og varmadælur.
Einnig eru í gildi landsreglur sem er reglugerð nr. 12/1965 um öryggisráðstafanir við frystikerfi og búnaði í frystihúsum.
Þar er kveðið á um í 20 gr. 2 málsgrein að ef afköst kerfisins fari yfir 5000 kcal/klst. skal sá sem setur upp kerfið tilkynna það, áður en það er afhent til notkunar.
Með tilkynningunni skulu fylgja upplýsingar um tegund, stærð og fyrirkomulag kerfisins og prófanir sem framkvæmdar hafa verið samkvæmt reglum og stöðlum.
Samkvæmt reglugerð nr. 12/1965 skal halda véladagbók um kælikerfin og hafa eftirlit með kerfum sem eru yfir 1000 kcal/klst. Eftirlitið skal vera á 12 mánaða fresti. (2,5 kg og yfir)
BSI á Íslandi er viðurkenndur aðili frá Vinnueftirliti til að annast árlegar öryggisskoðanir á kerfunum.
BSI á Íslandi býður:
- Árlegar öryggisskoðanir á kerfum.
- Úttektir á nýjum kerfum mtt. CE merkinga.
- Úttekt/Vottun á vörum og framleiðslu samkvæmt PED
- Vottun á þrýstiraun á kæli og þrýstibúnaði – Smellið hér til að sækja eyðublað um vottun á þrýstiraun
Hafðu samband við skrifstofu okkar til að fá nánari upplýsingar í síma 414-4444
Further information
More information can be obtained from our office on phone or send us a mail.