BSI á Íslandi ehf sér um úttektir og vottun í umboði Ferðamálastofu samkvæmt kröfum Vakans, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.
Tilgangur Vakans er að stuðla að aukinni gæða-, öryggis- og umhverfisvitund og hvetja til stöðugra umbóta og samfélagslegrar ábyrgðar í starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi.
Hlutverk BSI á Íslandi er að staðfesta að starfsemi þátttakenda Vakans sé í samræmi við kröfur Vakans og stuðla að því að vottaðir þátttakendur uppfylli gildandi viðmið.
Meginmarkmiðið með úttektum og vottun er að staðfesta að:
.. faglega er staðið að undirbúningi og framkvæmd þjónustu.
.. verklagsreglur séu til staðar í samræmi við kröfur Vakans.
.. verklagsreglur stuðli að stöðugum umbótum.
.. starfsmenn uppfylli viðmið Vakans um menntun og þjálfun.
.. starfsmenn hafi nauðsynlega þekkingu og hæfni til að veita viðeigandi þjónustu.
Með vottun skuldbinda fyrirtæki sig til að bæta þjónustu og auka ánægju viðskiptavina með stöðugum umbótum. Reglubundnar úttektir BSI á Íslandi eru til þess fallnar að hafa eftirlit með því að svo sé.
Almennar upplýsingar um Gæða- og umhverfisúttektir Vakans er að finna á vefsvæði Vakans.
Vertu með í Vakanum – Umsókn um tilboð
Allar nánari upplýsingar um úttektarferlið færðu á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendir okkur fyrirspurn á vakinn@bsiaislandi.is.