Virkniskoðun á netinu – Netskoðun

Innan 12 mánaða frá skjalaskoðun skal fara fram skoðun á virkni gæðastjórnunarkerfisins. Standist kerfið skoðunina fer fram fullnaðarskráning þess - Virkniskoðun

Virkniskoðun með Netskoðun
Netskoðun er þjónusta sem fer fram í gegnum „netið“. Hún kemur sér vel þar sem viðkomandi er utan Stór-Reykjavíkur svæðisins og kostnaðarsamt að ferðast á staðinn. Til að framkvæma Netskoðun þarf umsækjandi fyrst að sækja TeamViewer_hnappurTeamViewer. Hægt er að hlaða því niður með því að smella á TeamViewer hnappinn. Skoðunarmaður BSI á Íslandi tengist tölvunni og framkvæmir Virkniskoðun í gegnum netið.

Hvað er TeamViewer?
TeamViewer opnar skammtíma gátt á milli þín og BSI á Íslandi með ID númeri og Lykilorði sem gefur skoðunarmanni tækifæri til að taka við stjórn tölvunnar og hafa sömu sýn og þú á tölvunni. Þegar tenging er rofin og TeamViewer lokað þá lokast einnig gáttin og skoðunarmaður hefur enga tengingu við tölvuna þína né stjórn á henni. Til að opna nýja gátt þarf að tengjast TeamViewer með nýju ID númeri og Lykilorði sem er úthlutað í hvert sinn af TeamViewer sem þú gefur upp til þess aðila sem á að tengjast.

Leiðbeiningar (í framhaldi af umsókn um Virkniskoðun)

a) Sækja TeamViewer með því að smella á „Sækja TeamViewer“ hnappinn.

b) Neðst á skjánum finnur þú TeamViewer sem þú hefur sótt.

Download_stadfest

c) Opnaðu TeamViewer til að setja það upp á tölvunni.
(Ekki er þörf á að setja upp TeamViewer til þess að nota það í eitt skipti og því hægt að merkja við Run only (one time use). Ef þú vilt vista TeamViewer á tölvunni þinni til að nota aftur seinna merkir þú við annan af möguleikunum fyrir ofan.)

Welcome to TeamViewer

d) Gefur skoðunarmanni BSI á Íslandi upp ID númerið þitt og Lykilorð.

Vrkniskodun med TeamViewer

e) Skoðunarmaður BSI á Íslandi hefur nú sömu sýn og þú á þinni tölvu og getur framkvæmt Virkniskoðun með þinni aðstoð.

f) Þegar Virkniskoðun er lokið mun skoðunarmaður rjúfa sambandið við tölvuna þína.

g) Eftir að sambandið er rofið lokar þú TeamViewer.

Hafðu samband við starfsmann BSI á Íslandi í síma 414 4444 eða sendu okkur tölvupóst í info@bsiaislandi.is ef þú óskar eftir aðstoð.

(c) BSI 2013