Matvælastaðlar

Matvaelaoryggi

Öryggi matvæla snertir neytendur og matvælafyrirtæki um allan heim með einum eða öðrum hætti.  Á meðan megnið af matvælaforða heimsins er öruggur minna nýleg atvik okkur á mögulega hættu á matarsjúkdómum hjá neytendum.  Stjórnkerfi fyrir öryggi matvæla rammar inn skilvirka stýringu á ábyrgð rekstraraðila matvælafyrirtækja á matvælaferlinu.

BSI á Íslandi býður víðtæka þjónustu fyrir matvælafyrirtæki.

Stjórnkerfisúttektir og vottun ISO/FSSC 22000  –  Alþjóðlegir staðlar sem skilgreina kröfur til stjórnkerfis fyrir öryggi matvæla. Staðlarnir eiga við öll fyrirtæki í matvælaferlinu – “frá hafi / haga til maga”.

HACCP – Hazard Analysis and Critical Control Points / Greining á hættu og mikilvægir stýristaðir er verklag sem er alþjóðlega viðurkennt fyrir skilvirka stjórnun á öryggi matvæla.

BRC Global Standard for Food Safety – Staðall þróaður af British Retail Consortium er í  dag í notkun hjá matvælaframleiðendum um allan heim. Mörg bresk smásölufyrirtæki mæla með að birgjar þeirra fyrir matvæli uppfylli kröfur staðalsins.

BRC Global Standard for Packaging and Packaging Materials – Staðall þróaður af British Retail Consortium þar sem áhersla er lögð á öryggi umbúða sem notaðar eru í matvælaferlinu.

IFS – International Food Standard er staðall sem þróaður var af þýskum og frönskum atvinnugreinasamtökum og leggur áherslu á kröfur sem gerðar eru til smásölufyrirtækja á matvælasviði.

Einkastaðlar / Private standards –  Er einföld gerð staðla. Einkastaðall lýsir þeim kröfum sem hagsmunaaðilar í ákveðinni starfsgrein eru sammála um að fylgja. BSI tekur að sér þróun staðlanna, námskeið um innleiðingu þeirra, úttektir og vottun samkvæmt þeim.


Námskeið og þjálfun starfsmanna – BSI býður upp á námskeið frá BSI Management System og sérsniðin fyrirtækjanámskeið.

Hafðu samband við skrifstofu okkar í síma 414-4444 eða sendu okkur póst á info@bsiaislandi.is. Við höfum sérþekkingu á kröfum til matvælafyrirtækja.

(c) BSI 2013