HMS-Skoðun á gæðastjórnunarkerfum


BSI á Íslandi – skoðun gæðastjórnunarkerfa

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur gefið út verklagsreglu sem gildir um allar skoðanir á gæðastjórnunarkerfum hönnuða og hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara. Markmið verklagsreglunnar er að tryggja samræmi í framkvæmd skoðana en þær verða framkvæmdar af skoðunarstofu fyrir hönd Mannvirkjastofnunar.

BSI á Íslandi hefur leyfi frá HMS til skoðunar á gæðastjórnunarkerfum skv kröfum byggingarreglugerðar.

Eftir 1. janúar 2015 skulu hönnuðir og hönnunarstjórar, byggingarstjórar og iðnmeistarar hafa innleitt gæðastjórnunarkerfi sem uppfyllir þær kröfur sem fram koma í byggingarreglugerð. Þessir aðilar skulu tilkynna HMS um gæðastjórnunarkerfi sitt til skráningar í gagnasafn HMS sbr.1. mgr. 13. gr., 2. mgr. 24. gr. og 7. mgr. 32. gr laga um mannvirki.

Innan 12 mánaða frá skjalaskoðun skal fara fram skoðun á virkni gæðastjórnunarkerfisins. Standist kerfið skoðunina fer fram fullnaðarskráning þess. – HMS / VLR 9.007

Umsóknarferlið
– skoðun og skráning gæðastjórnunarkerfis

Fyrsta skrefið er að sækja um skráningu gæðastjórnunarkerfis hjá HMS.
Umsókn um skráningu finnur þú hér :

Fagaðili sækir um skráningu gæðastjórnunarkerfis hjá HMS þegar hann telur kerfið fullnægja kröfum laga um mannvirki, byggingarreglugerðar og viðeigandi leiðbeiningum HMS um gæðastjórnunarkerfi. Sótt er um skráningu gæðastjórnunarkerfa rafrænt á „Mínum síðum“ á vef HMS.

 

Ef gæðastjórnunarkerfið er ekki vottað af faggildri vottunarstofu (t.d. ISO 9001 hjá British Standards) þarf að sækja um skjalaskoðun á gæðastjórnunarkerfinu þegar umsókn er tekin til meðferðar hjá HMS. Í framhaldi af skjalaskoðun okkar hjá þér þarf að fara fram virkniskoðun á gæðakerfinu innan 12 mánaða.

Umsókn um skoðun finnur þú hér :
Skoðun á gæðastjórnunarkerfi – Umsókn til BSI á Íslandi

Kröfur um gæðastjórnunarkerfi ná yfir öll byggingarleyfisskyld verk hönnuða, hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara.

Trúnaður
Fyllsta trúnaðar er gætt að hálfu BSI á Íslandi um þau gögn sem unnið er með hverju sinni. Skoðunarskýrslur eru sendar verkkaupa.


Einfalt ferli

Ferlið sjálft er einfalt, allt frá skráningu og skoðun til samþykktar skv. kröfum/skilyrðum byggingarreglugerðar.

Verðskrá

Allar skoðanir eru samkvæmt verðskrá BSI á Íslandi á hverjum tíma.

Einhverjar
spurningar?

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá hikar þú ekki við að hafa samband við okkur í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á info@bsiaislandi.is.

(c) BSI 2013