Aðstæður vegna COVID-19 breytast hratt. BSI hefur hafið víðtækar aðgerðir til að vernda viðskiptavini og starfsfólk með því að lágmarka smithættu hvar sem við vinnum fyrir viðskiptavini og í rekstri okkar. Aðgerðir eru í samræmi við leiðbeiningar WHO og tilmæli landlæknis Íslands um forvarnir.
Skuldbinding við viðskiptavini BSI
Við höfum virkjað verklag við rekstrarsamfellu og viðbrögð við heimsfaraldri. Á áhættusvæðum vinnum við náið með viðskiptavinum okkar og teljum það samfélagslega ábyrgð okkar að veita áframhaldandi þjónustu á meðan við gerum allt til að draga úr hugsanlegri áhættu af völdum þessa faraldrar.
Meðal aðgerða okkar eru að:
– Framkvæma úttektir með fjarfundabúnaði í stað heimsókna eins og mögulegt er, endurskipuleggjum áður skipulagðar úttektir og/eða metum áhrif af frestun.
– Gætum þess að breytt verklag uppfylli kröfur reglna um faglega framkvæmd úttekta og innan skilgreinds tímaramma.
– Nota fjarfundabúnað til að halda fundi, viðburði og námskeið þar sem það á við.
Ef þú þarft að ræða fyrirhugaða úttekt eða aðra þjónustu frá BSI er best að hafa samband við þjónustufulltrúa okkar á vefnum www.bsiaislandi.is, í síma 414-4444 eða með tölvupósti á info@bsiaislandi.is.
Hvernig tryggjum við öryggi starfsfólks?
Við höfum innleitt nokkrar aðgerðir til að vernda starfsfólk:
– Starfsmenn eru upplýstir um forvarnaraðgerðir og leiðbeiningar fyrirtækisins á þessum tímum.
– Eins og nauðsyn krefur eru starfsmenn búnir viðeigandi persónuhlífum til að koma í veg fyrir mögulegt smit.
– Áður en til heimsókna kemur spyrjum við viðskiptavini okkar hvernig þeir stýra áhættu af COVID-19 eða hvort komið hafi upp tilfelli um smit.
– Öllum ferðalögum sem ekki eru nauðsynleg vegna þjónustu hefur verið aflýst.
– Starfsfólk hefur möguleika á að vinna heiman frá eins og þörf krefur og ef mögulegt er.
– Aukið eftirlit er jafnframt með hollustuháttum og forvörnum á vinnustað okkar.
Reglulegar upplýsingar / uppfærslur
Við gerum okkur grein fyrir að viðskiptavinir vilja hafa heilsu, öryggi teymis og starfsmanna sinna í fyrirrúmi. BSI mun halda áfram að fylgjast með aðstæðum og gera breytingar á verklagi í samræmi við áhættu hverju sinni og mun upplýsa viðskiptavini tímanlega í gegnum hefðbundnar samskiptaleiðir.