BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

Framtíð heilbrigðisþjónustu

Rekstur heilbrigðisþjónustu er mjög viðkvæmur og umhverfið getur breytt þjónustugetu á mjög stuttum tíma eins og hefur sýnt sig á síðustu árum. Eins og í flestum atvinnugreinum hefur tækni fleygt fram í læknavísindum og þjónustu. Eftirfarandi þættir munu taka miklum breytingum í framtíð heilbrigðisþjónustu: flokkun og meðferð upplýsinga, samverkun, sanngjarn aðgangur, valdefldir viðskiptavinir og sjúklingar, hegðunarbreytingar og tæknilegar framfarir.

 

Hvaða ISO staðlar eiga við og af hverju?

Skammstöfunin ISO stendur fyrir (International Organization for Standardization) sem er sjálfstæð og alþjóðleg stofunun sem þróar reglugerðarstaðla.

Tilgangur staðlanna er að tryggja afkastagetu og gæði og öryggi á kerfum, vörum og þjónustuþáttum

Hægt er að innleiða ISO gæðastjórnunarstaðla og votta í öllum atvinnugreinum og öllum stærðum fyrirtækja og stofnana.

Algengustu ISO gæðastjórnunarstaðlar í heilbrigðisþjónustu eru:

ISO 9001 (Gæðastjórnun)

ISO14001 (Umhverfisstjórnun)

ISO 45001 (Heilsa og öryggi á vinnustað)

ISO 13485 (Stjórnunarkerfi fyrir framleiðslu og þjónustu lækningatækja (Medical Device Management System))

Mikil samkeppni er í lækningatækjageiranum og þar af leiðandi nauðsynlegt að tryggja að framleiðsluferlin og tengd þjónusta standist reglugerðarkröfur. BSI á Íslandi aðstoðar fyrirtæki í innleiðingar- og vottunarferlinu. BSI í Hollandi er tilkynntur aðili (Notified body) fyrir lækningatæki í samræmi við reglugerðir í Evrópu og eins á við um Ísland.

 

 

Af hverju British Standard Institution ( BSI group)

BSI (British Standards Institution) er stofnað árið 1901 og er leiðandi aðili í sérfræðiþjónustu til stofnana og fyrirtækja um allan heim. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 4600 starfsmenn og veita þjónustu í 192 löndum. 

Þjónustueiningar BSI skiptast í eftirfarandi hluta:  

Staðlagerð 

BSI er leiðandi á heimsvísu í gerð staðla. Það er hægt að nálgast staðla allt frá verndun höfundaréttar til tæknilegrar lýsingar á einstökum kerfum.  

Úttektir og vottanir

Faggildar úttektir á stjórnkerfum. Viðskiptavinir BSI group eru yfir 84.000.  

Vöruprófanir

BSI prófa margar vörur á ýmsum sviðum, t.d í byggingariðnaði, brunavörnum, rafmagns- og lækningatæki gangvart stöðlum (CE merkingar) ásamt því að vera leiðbeinandi við þróun á nýjum vörum.  

BSI er jafnframt tilkynntur aðili fyrir 11 reglugerðir eða tilskipanir Evrópusambandsins. 

Námskeið 

BSI Learning er leiðandi aðili í námskeiðum fyrir stjórnkerfisstaðla, verklag og alþjóðlegar kröfur.

Flest þessara námskeiða eru kennd hérlendis en jafnframt er hægt að sækja sértæk námskeið erlendis á vegum BSI.

Árlega fá um 200.000 aðila þjálfun frá sérfræðingum BSI Group.  Á skrifstofu BSI á Íslandi færðu allar nánari upplýsingar um þjónustu BSI.  

Tengdar þjónustur

Þjónustuver og netspjall

Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15

Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!

info@bsiaislandi.is

414-4444

Hafðu samband