BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

VAKINN

Gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar

BSI á Íslandi hefur um árabil tekið út og staðfest samkvæmt gæða- og umhverfisviðmið Vakans í umboði Ferðamálastofu. Gæða- og umhverfisviðmið ferðaþjónustunnar er verkfæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki til að byggja upp og innleiða verklag sem eykur gæða-, öryggis- og umhverfisvitund starfsmanna, viðskiptavina og samstarfsaðila. Gæða- og umhverfisviðmið Vakans byggja á Siðareglum Vakans.

Með gæða og umhverfismerkjum Vakans fá ferðaþjónustufyrirtæki staðfestingu ytri aðila á að grunn gæðakröfur í ferðaþjónustu séu uppfylltar og að metnaður sé til staðar fyrir stöðugar umbætur.  Þátttaka í Vakanum styrkir eigin rekstur og góða ímynd fyrirtækja og hvetur einnig til samfélagslegrar ábyrgðar í starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi.  

Staðfesting á þátttöku í Vakanum er merki Vakans, útgefin vottorð sem BSI á Íslandi afhendir fyrirtækjum sem hafa staðist gæða- og umhverfisviðmið Vakans og eru endurútgefin á þriggja ára fresti að uppfylltum kröfum Vakans. Á vef Vakans er listi yfir öll þau fyrirtæki sem hafa vottun Vakans.  

Upplýsingar um gæða- og umhverfismarkmið Vakans má nálgast á www.vakinn.is 

Umsóknarferlið 

Með vottun skuldbinda fyrirtæki sig til að bæta þjónustu og auka ánægju viðskiptavina með stöðugum umbótum. Reglubundnar úttektir BSI á Íslandi eru til þess fallnar að hafa eftirlit með því að svo sé.

Almennar upplýsingar um Gæða- og umhverfisúttektir Vakans er að finna á vefsvæði Vakans.

Vakinn er  gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu. Verkefninu er stýrt af Ferðamálastofu.  Þau fyrirtæki sem taka þátt fá óháðan þriðja aðila til að skoða og taka út starfsemi og þjónustu fyrirtækisins, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara.

Umsókn um vottun samkvæmt VAKANUM finnur þú hér:

Ferlið sjálft er einfalt, allt frá skráningu og skoðun til vottunar.
Trúnaður
Fyllsta trúnaðar er gætt að hálfu BSI á Íslandi um þau gögn sem unnið er með hverju sinni. Skoðunarskýrslur eru sendar verkkaupa.
Einhverjar spurningar?
Hafir þú einhverjar spurningar þá hikar þú ekki við að hafa samband við okkur í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á info@bsiaislandi.is.

Þjónustuver og netspjall

Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15

Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!

info@bsiaislandi.is

414-4444

Hafðu samband