VAKINN
Gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar
Tilgangur Vakans er að stuðla að aukinni gæða-, öryggis- og umhverfisvitund og hvetja til stöðugra umbóta og samfélagslegrar ábyrgðar í starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi.
Hlutverk BSI á Íslandi er að staðfesta að starfsemi þátttakenda Vakans sé í samræmi við kröfur Vakans og stuðla að því að vottaðir þátttakendur uppfylli gildandi viðmið.
Meginmarkmiðið með úttektum og vottun er að staðfesta að:
.. faglega er staðið að undirbúningi og framkvæmd þjónustu.
.. verklagsreglur séu til staðar í samræmi við kröfur Vakans.
.. verklagsreglur stuðli að stöðugum umbótum.
.. starfsmenn uppfylli viðmið Vakans um menntun og þjálfun.
.. starfsmenn hafi nauðsynlega þekkingu og hæfni til að veita viðeigandi þjónustu.

Umsóknarferlið
Með vottun skuldbinda fyrirtæki sig til að bæta þjónustu og auka ánægju viðskiptavina með stöðugum umbótum. Reglubundnar úttektir BSI á Íslandi eru til þess fallnar að hafa eftirlit með því að svo sé.
Almennar upplýsingar um Gæða- og umhverfisúttektir Vakans er að finna á vefsvæði Vakans.
„Vakinn er gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu. Verkefninu er stýrt af Ferðamálastofu. Þau fyrirtæki sem taka þátt fá óháðan þriðja aðila til að skoða og taka út starfsemi og þjónustu fyrirtækisins, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara.„
Umsókn um vottun samkvæmt VAKANUM finnur þú hér:
Ferlið sjálft er einfalt, allt frá skráningu og skoðun til vottunar.
Trúnaður
Fyllsta trúnaðar er gætt að hálfu BSI á Íslandi um þau gögn sem unnið er með hverju sinni. Skoðunarskýrslur eru sendar verkkaupa.
Einhverjar spurningar?
Hafir þú einhverjar spurningar þá hikar þú ekki við að hafa samband við okkur í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á info@bsiaislandi.is.
Þjónustuver og netspjall
Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15
Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!