Framtíð hins opinbera
Áskoranir opinbera geirans eru margvíslegar og tengjast hraða í tækniframförum. Framtíðarverkefni opinbera geirans eru mislangt komin eftir löndum og eru meðal annars;
Nútímavæðing í ríkisrekstri.
Umbætur í opinberri þjónustu til íbúa.
Lítill hagvöxtur og há verðbólga.
Orkukreppa og loftlagsbreytingar.
Áætlað er að störf innan opinbera geirans muni breytast mikið á næsta áratug. Meiri kröfur verði gerðar um tæknilega þekkingu og verða störf oftar verkefnamiðuð fremur en framtíðarstörf eins og hefur tíðkast.
Hið opinbera á Íslandi
Hlutverk hins opinbera samkvæmt skýrslu Viðskiptaráðs Íslands eru;
Stjórnkerfi (að tryggja grundvallarréttindi borgaranna og fylgja því eftir að þau séu virt).
Markaðsbrestir (að tryggja hagkvæmari nýtingu framleiðsluþátta með því að leiðrétta markaðsbresti),
Grunnþjónusta (að tryggja öllum aðgang að mennta-, heilbrigðis- og félagslegu stuðningskerfi).
Framfærslu, (veita þeim sem þurfa fjárhagsaðstoð til að hafa lífsviðurværi).
Samféalgsmótun (að hafa mótunaráhrif á samfélagið).
Hvaða ISO staðlar eru nauðsynlegir hjá hinu opinbera ?
Skammstöfunin ISO stendur fyrir (International Organization for Standardization) sem er sjálfstæð og alþjóðleg stofunun sem þróar reglugerðarstaðla. Tilgangur staðlanna er að tryggja afkastagetu, gæði og öryggi á kerfum, vörum og þjónustuþáttum.
Hægt er að innleiða ISO gæðastjórnunarstaðla og votta í öllum atvinnugreinum og öllum stærðum fyrirtækja og stofnana.
Gæðastjórnunarstaðlar gegna mikilvægu hlutverki í að minnka fjárfestingaáhættu og hraða innleiðingu nýrrar tækni með öryggi að leiðarljósi. BSI group er framarlega í gæðastjórnunarstöðlum á sviðum sem geta mögulega umbreytt hagkerfinu og samfélaginu. Gæðastjórnunarstaðlar eru afdráttarlaust aðkallandi þáttur í markaðssetningu nýrra vara og þjónustu. Þeir nýtast vel þegar byggja þarf traust og í leit að nýjum mörkuðum bæði innanlands sem og erlendis.
Algengustu staðlarnir sem innleiddir eru hjá hinu opinbera eru:
ISO 9001 (Gæðastjórnun)
ISO 45001 (Stjórnun fyrir heilsu og öryggi)
Hvort sem um er að ræða á ríkis- eða sveitarstjórnarstigi þá er gagnsæi í starfseminni aukin krafa. ISO 9001 er þekktasta og útbreiddasta gæðastjórnunarkerfi í heiminum og innleiðing á því eykur ábyrgð og aðhald í opinberum rekstri.
Eðli málsins samkvæmt þarf opinberi geirinn að vera gagnsær um starfsemi samkvæmt lögum um útboð þar sem hægt er að gera kröfu um vottanir hjá þeim sem bjóða í verk.
Gæðastjórnunarstaðallinn ISO 14001 hefur aukið mikilvægi sitt þar sem krafa um sjálfbærni hefur aukist um allan heim í aukinni umræðu um sjálfbærnismál.
Af hverju British Standard Institution (BSI group)
BSI (British Standards Institution) er stofnað árið 1901 og er leiðandi aðili í sérfræðiþjónustu til stofnana og fyrirtækja um allan heim. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 4600 starfsmenn og veita þjónustu í 192 löndum.
Þjónustueiningar BSI skiptast í eftirfarandi hluta:
Staðlagerð
BSI er leiðandi á heimsvísu í gerð staðla. Það er hægt að nálgast staðla allt frá verndun höfundaréttar til tæknilegrar lýsingar á einstökum kerfum.
Faggildar úttektir á stjórnkerfum. Viðskiptavinir BSI group eru yfir 84.000.
BSI prófa margar vörur á ýmsum sviðum, t.d í byggingariðnaði, brunavörnum, rafmagns- og lækningatæki gangvart stöðlum (CE merkingar) ásamt því að vera leiðbeinandi við þróun á nýjum vörum.
BSI er jafnframt tilkynntur aðili fyrir 11 reglugerðir eða tilskipanir Evrópusambandsins.
BSI Learning er leiðandi aðili í námskeiðum fyrir stjórnkerfisstaðla, verklag og alþjóðlegar kröfur.
Flest þessara námskeiða eru kennd hérlendis en jafnframt er hægt að sækja sértæk námskeið erlendis á vegum BSI.
Árlega fá um 200.000 aðila þjálfun frá sérfræðingum BSI Group. Á skrifstofu BSI á Íslandi færðu allar nánari upplýsingar um þjónustu BSI.
Tengdar þjónustur
ISO vottanir
stjórnunarkerfa
ÍST 85
Jafnlaunavottun
Námskeið
Árleg skoðun leiksvæða
GAP – Stöðumat á stjórnunarkerfi
Þjónustuver og netspjall
Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15
Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!