Sértækar faglegar úttektir
BSI á Íslandi – faglegar úttektir fyrir fyrirtæki og stofnanir
BSI á Íslandi ehf. er sjálfstæður aðili á sviði úttekta á stjórnkerfum, vottun og þjálfun. Sérfræðingar BSI á Íslandi hafa áratuga reynslu af úttektum fyrir vottanir á ISO gæðastjórnunarstöðlum, jafnlaunavottunar, löggildingu á ýmsum sviðum fyrir atvinnulífið sem og starfsleyfi til þjónustu frá ýmsum stofununum eins og til dæmis Húsnæðis og mannvirkjastofunun, Vinnueftirlitið og Samgöngustofu.
BSI á Íslandi býður einnig uppá faglegar úttektir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Faglegar, óháðar og hlutlausar úttektir eru framkvæmdar í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir eftir fyrirfram ákveðnum starfssamningi sem unninn er í samvinnu við BSI á Íslandi.
Stofnanir og fyrirtæki þurfa mjög oft á tíðum að sannreyna hvort að til dæmis þjónustuferli eða öryggisferli séu að skila tiláætluðum gæðum. BSI á Íslandi býður upp á sértækar faglegar úttektir sem sniðnar eru að þörfum fyrirtækja og stofnana. BSI tekur að sér að hanna úttektarferli til að kanna gæði og virkni ferils hver sem hann er.
Allir starfsmenn BSI á Íslandi ehf. sem vinna að þjónustunni sértækar faglegar úttektir rita undir trúnaðaryfirlýsingu sem kemur fram í samningi.
Eftir að samningur er gerður í samvinnu við fyrirtækið er tímasetning úttektar eða úttekta ákvarðaður og hún framkvæmd. Niðurstöðum úttektar er síðan skilað í úttektarskýrslu með lykilniðurstöðum og þeim atriðum þar sem gætir ekki samræmis. Úttektirnar munu byggja á fyrirliggjandi gögnum og vettvangsheimsóknum (eftir því sem við á).
Umsóknarferlið
Fyrirtæki eða stofnun getur leitað til BSI á Íslandi með vandamál sem þarf að leysa og BSI á Íslandi kemur með tillögu að skýrslu sem er síðan kláruð í samráði við fyrirtæki eða stofnun sem skilgreinir:
Umfang
Stefna
Vörulýsingu, skilmálar þjónustu eða annað
Kröfur sem gerðar eru vegna úttekta
Lýsingu á framkvæmd vegna úttekta
Hæfniskröfur sem gerðar eru til útektarmanna
Skoðunarmenn skila skýrslu, sem felur í sér heildarúttekt helstu áhættuþátta.
Úttektir eru framkvæmdar af sérfræðingum okkar á hverju sviði, sem hafa áratuga reynslu í slíkum úttektum.
Trúnaður
Fyllsta trúnaðar er gætt að hálfu BSI á Íslandi um þau gögn sem unnið er með hverju sinni. Skoðunarskýrslur eru sendar verkkaupa.
Einhverjar spurningar?
Hafir þú einhverjar spurningar þá hikar þú ekki við að hafa samband við okkur í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á info@bsiaislandi.is.
Þjónustuver og netspjall
Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15
Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!