BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

ISO 27001:2022 - ISMS
Aflaðu þér sérfræðiþekkingar á upplýsingaöryggi

Upplýsingaleki og gagnatap er ein af mestu ógnum sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að takast á við. Það er því mikilvægt að fyrirtæki verndi þær upplýsingar sem varða fyrirtækin sjálf og samskipti við viðskiptavini.

BSI býður upp á námskeið sem munu hjálpa þér að skilja og innleiða árangursríkar aðferðir við stjórnun upplýsingaöryggis. Námskeiðin munu leitast við að auka skilning á þeim vottunum og viðskiptakröfum sem í boði eru, sem og að vara við þeim mögulegu áhættum sem tengjast því að varðveita ekki upplýsingar fyrirtækja og viðskiptavina.

Stjórnkerfi upplýsingaöryggis (Information Security Management System – ISMS) er stýrð aðferð til að hafa umsjón með trúnaðarupplýsingum er varða fyrirtækið svo þau haldast örugg. Stjórnun upplýsingaöryggis er leið til þess að stuðla að öruggri vinnslu og vistun allra upplýsinga. Kerfið nær yfir þá þætti er varða starfsmenn, verklagsreglur og upplýsingakerfi. Staðreyndin er sú að öll fyrirtæki og stofnanir þurfa samkvæmt lögum eða viðeigandi reglum, að hafa stjórn á upplýsingaöryggi.

Greiðsluskilmálar námskeiða

Við skráningu á námskeið samþykkir umsækjandi greiðslu á námskeiðsgjaldi.

Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt viku fyrir námskeið. Greiðsluseðill birtist í heimabanka/fyrirtækjabanka.

Afskráning á námskeið þarf að berast með lágmarki viku fyrirvara annars eru námskeiðsgjöld innheimt.

BSI á Íslandi áskilur sér rétt til þess að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi.

Ef þú hefur einhverjar spurningar vegna greiðsluskilmála eða námskeiða almennt getur þú sent okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is eða haft samband við skrifstofu okkar í síma 414 4444.

Filter by:
ISO 27001:2022 – Kröfur

ISO 27001:2022 – Kröfur

15. janúar, 2024 - janúar 15, 2024

BSI hefur þróað yfirgripsmikið eins dags námskeið sem fer ítarlega yfir þau áhrif sem alþjóðlegur staðall hefur fyrir upplýsingaöryggisstjórnun (ISO/IEC 27001:2022).

info@bsiaislandi.is

414-4444

Show Buttons
Hide Buttons
Hafðu samband