BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

CE merkingar

BSI á Íslandi – Skoðun gagna

BSI á Íslandi er umboðsaðili BSI Group (British Standards Institution). Sem tilkynntur aðili getur BSI boðið upp á víðtæka þjónustu sem snýr að CE merkingum sem gerir fyrirtækjum kleift að standast kröfur samræmismats og merkja vörur sínar CE merkinu.

Sérfræðingar BSI þekkja hvað þarf til að standast kröfur á hvaða markaði sem er, hvar sem er í heiminum og aðstoðar fyrirtæki inn á nýja markaði, hámarka möguleika á núverandi markaði og við áhættumat.

Stafirnir CE standa fyrir (Conformité Européenne) CE-merking getur verið skilyrði fyrir markaðssetningu vara á Evrópska efnahagssvæðinu. Merkið gefur til kynna að framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili geti ábyrgst að hún uppfylli grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins  kveða á um. Þess er krafist fyrir vörur sem framleiddar eru víðsvegar í heiminum og er síðan markaðssettar í ESB.

Þær vörur sem falla undir reglugerðir eða tilskipanir Evrópusambandsins verða að bera CE-merki. Dæmi um vöruflokka sem heyra undir nýaðferðartilskipanir eru til dæmis leikföng, vélar, raftæki, persónuhlífar og notendabúnaður fjarskiptakerfa og síma.

Hvenær er CE merking skylda?

CE merking er aðeins skylda fyrir vörur sem ESB forskriftir eru fyrir og krefjast þess að CE merking sé sett á.  Sumar vörur eru háðar nokkrum kröfum ESB á sama tíma. Gæta verður þess að varan sem seld er uppfylli allar viðeigandi kröfur áður en hún er CE-merkt. Bannað er að setja CE-merkið á vörur ef ESB forskrift er ekki til staðar og krefst ekki CE-merkingar.

Þarftu sjálfstætt mat áður en þú getur CE merkt vöruna?

Þú þarft að ganga úr skugga um hvort að varan þín þurfi að vera prófuð af tilkynntum aðila. Þú getur fundið  þessar upplýsingar í viðeigandi tilskipunum, stöðlum og reglugerðum sem gilda um vöruna þína. Ef þú þarft staðfestingu frá tilkynntum aðila verður CE-merkingunni að fylgja kenninúmer tilkynnta aðilans. Hægt er að festa CE-merkið og kenninúmerið sérstaklega, svo framarlega sem þau virðast greinilega tengd hvort öðru.

 

Umsóknarferlið

Einfalt ferli við CE – merkingar hjá BSI

Að uppfylla kröfur getur verið flókið ferli og virðist oft erfitt í framkvæmd. Kröfur CE merkingar eru misjafnar á milli tilskipanna/reglugerða. Sérfræðingar okkar þekkja þessar kröfur og geta hjálpað þér í gegnum ferlið, skref fyrir skref. Allt frá því að greina viðeigandi tilskipun/reglugerð til þess að skila inn réttri umsókn um CE merkingu fyrir þína vöru.

Túnaður
Fyllsta trúnaðar er gætt að hálfu BSI á Íslandi um þau gögn sem unnið er með hverju sinni. 

Einhverjar spurningar?
Hafir þú einhverjar spurningar þá hikar þú ekki við að hafa samband við okkur í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á info@bsiaislandi.is.

Þjónustuver og netspjall

Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15

Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!

info@bsiaislandi.is

414-4444

Show Buttons
Hide Buttons
Hafðu samband