Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Markmið laga þessara er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Allt fólk skal eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Með kyni í lögum þessum er átt við konur, karla og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá nema annars sé sérstaklega getið.

Kröfum jafnlaunakerfis ÍST 85:2012
Jafnlaunavottun – ÍST 85:2012 felur í sér faglega úttekt innan fyrirtækja og stofnana á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör milli kynja.
BSI á Íslandi hefur verið brautryðjandi í vottun jafnlaunakerfa á Íslandi frá árinu 2013 og þannig tekið þátt í að minnka launamun kynjanna á vinnumarkaði.
Á þessum tíma hefur BSI á Íslandi öðlast mikla reynslu í faglegum úttektum á launum starfsfólks og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör milli kynja.
Velferðarráðuneytið hefur sett fram opinbert ferli við jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 og samhliða og bjóðum við upp þjónustu í samræmi við kröfurnar í samstarfi við BSI (British Standards Institution) til að mæta þeim kröfum sem koma fram í reglugerð.
ÍST 85:2012 Námskeið í boði
ÍST 85:2012 / Grunnnámskeið í kröfum jafnlaunakerfis
ÍST 85:2012 / Innri úttektir
ÍST 85:2012 / Rekstur og viðhald

Greiðsluskilmálar námskeiða
Við skráningu á námskeið samþykkir umsækjandi greiðslu á námskeiðsgjaldi.
Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt viku fyrir námskeið. Greiðsluseðill birtist í heimabanka/fyrirtækjabanka.
Afskráning á námskeið þarf að berast með lágmarki viku fyrirvara annars eru námskeiðsgjöld innheimt.
BSI á Íslandi áskilur sér rétt til þess að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi.
Ef þú hefur einhverjar spurningar vegna greiðsluskilmála eða námskeiða almennt getur þú sent okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is eða haft samband við skrifstofu okkar í síma 414 4444.

ÍST 85:2012 – Grunnnámskeið í kröfum
12. maí, 2025 - maí 12, 2025
Á námskeiðinu er farið yfir allar kröfur jafnlaunastaðals. Áhersla er lögð á leiðsögn um grunnatriði, hugtök og skilgreiningar sem er lýst í ÍST85:2012.Megin hluti námskeiðs er í formi fyrirlesturs, opnum spurningum, umræðum og verkefnavinnu.ÍST 85:2012 – Innri úttektir – Jafnlaunakerfi
26. maí, 2025 - maí 26, 2025
Krafa er um að fylgst sé með hvort jafnlaunakerfið skili tilætluðum árangri og því mikilvægt að ná góðum tökum á aðferðum við innri úttektir. Þetta eins dags námskeið fjallar um hvernig eigi að stjórna innri úttektum með árangursríkum hætti. Kenndar eru aðferðir innri úttekta sem samræmast ÍST 85:2012 / ISO 19011. Einnig er kennt hvernig best er að skipuleggja, framkvæma, skrá innri úttektir og hvernig vinna eigi að úrbótum.info@bsiaislandi.is
414-4444
