Þjónustuskilmálar BSI á Íslandi ehf.
BSI á Íslandi veitir margþætta sérfræðiþjónustu og faggilda skoðunarstofu/prófunarstofu þjónustu fyrir rafmagnsskoðanir, skipaskoðanir, leikvallaskoðanir, löggildingar, lyftuskoðanir, markaðseftirlit með rafföngum og skoðanir á gæðastjórnunarkerfum byggingastjóra, iðnmeistara, hönnuða og hönnunarstjóra.
Eftirfarandi skilmálar gilda um þjónustu og samninga BSI á Íslandi ehf. Öll þjónusta sem BSI á Íslandi ehf. veitir og þeir samningar sem gerðir eru við viðskiptavini BSI á Íslandi ehf. hlíta lögum um þjónustukaup nr. 42/2000.
Viðskiptavinur skal beina öllum ágreiningi, fyrirspurnum, ábendingum, áfrýjunum eða kvörtunum til info@bsiaislandi.is. BSI leitast við að gera allt í sínu valdi til að tryggja ánægju viðskiptavina sinna.
BSI group
Skilmálar þessir gilda ekki um þjónustu BSI Group. Sem umboðsaðili BSI Group eru allir samningar og vinna sem unnin er í nafni BSI group samkvæmt skilmálum fyrir þjónustu BSI Group.
Meðferð upplýsinga
Við undirritun samnings skuldbindur viðskiptavinur sig að hlíta þeim kjörum og skilmálum sem gilda um þjónustu BSI á Íslandi á hverjum tíma. Verði breytingar á upphaflegri skráningu, t.d. á heimilisfangi, símanúmeri eða netfangi, skal viðskiptavinur tilkynna slíka breytingu til BSI á Íslandi.
Með þeim gögnum sem að ofan greinir hefur BSI á Íslandi heimild til að veita betri þjónustu til að mynda með markpósti eða sambærilegu efni. Viðskiptavini er heimilt að afþakka slíkan markpóst og annað markaðsefni með tilkynningu þar að lútandi.
Viðskiptavinur staðfestir að honum sé ljóst að notkun tölvupósts og annarra rafrænna samskiptaleiða getur falið í sér áhættu, að slík samskiptaleið tryggi ekki leynd eða öryggi samskipta. BSI á Íslandi leitast við að tryggja öryggi gagna við miðlun þeirra og ber ekki ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinur kann að verða fyrir vegna þess að framangreindar samskiptaleiðir voru notaðar.
BSI á Íslandi gætir fyllsta trúnaðar við viðskiptavini og afhendir ekki persónuupplýsingar til þriðja aðila nema slík miðlun sé heimil í lögum eða með samþykki viðkomandi. Persónuvernd nær aðeins til einstaklinga en ekki lögaðila.
BSI á Íslandi vinnur ekki með viðkvæmar persónuupplýsingar viðskiptavina.
BSI á Íslandi heldur með rafrænum hætti utan um upplýsingar eins og samninga við viðskiptavini. BSI á Íslandi heldur utan um gögn viðskiptavina svo lengi sem viðskipti eiga sér stað eða svo lengi sem samningar eru í gildi eða lög eða verklagsreglur kveða á um.
Sjálfstæði og hlutleysi
BSI á Íslandi er hvorki hönnuður, framleiðandi, birgi, uppsetningaraðili, í viðhaldi eða hefur hagsmuni af þeim hlutum sem skoðaðir eða prófaðir eru.
Viðskiptaskilmálar
Verðskilmálar eru samkvæmt verðskrá eða samningi hverju sinni.
Innheimta
Reikningar eru sendir frá BSI á Íslandi ehf. (551104-2140). Eindagi reiknings er 15 dögum eftir skráðan útgáfudag. Ef viðskiptavinur (fyrirtæki eða einstaklingur) hefur athugasemdir varðandi reikning skulu slíkar athugasemdir tilkynntar til BSI á Íslandi. Við innheimtu reikninga sem komnir eru fram yfir eindaga án þess að samið hefur verið um greiðslu er farið eftir innheimtulögum nr. 95/2008.
Lengd og uppsögn samnings
Þjónusta og samningstími kemur fram í samningum sem BSI á Íslandi gerir við viðskiptavini sína.
Ef viðskiptavinur vill ljúka samningi skal tilkynna það til BSI á Íslandi með sannanlegum hætti.
Ábyrgð, öryggi og önnur ákvæði
Viðskiptavinur ber ábyrgð á að öryggi sé viðunandi á starfstöðvum þess sem skoðunaraðilar BSI á Íslandi þarf aðgang að.
Skoðanir og sérfræðiþjónusta BSI á Íslandi byggir á þeim gögnum sem viðskiptavinur lætur í té á tilteknum tíma ásamt handahófskenndum úrtökum. Önnur frábrigði en þau sem greinast við skoðun geta því verið til staðar. BSI á Íslandi ber ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem getur hlotist af notkun, misnotkun, eða frábrigðum sem komu/eða komu ekki í ljós í skoðunum eða úttekt hjá viðskiptavini.
Skilmálar þessir eru með fyrirvara um ákvarðanir stjórnvalda eða atvik sem falla undir “force majeure” þannig að aðilum verði ómögulegt að efna skilmála þessa og samninga.
Ef ákvæði viðskiptaskilmála eða samnings verður metið andstætt lögum skal það ákvæði teljast ógilt en önnur ákvæði skulu að öðru leyti standa óbreytt og halda áfram gildi sínu milli BSI á Íslandi og viðskiptavinar.
Lausn ágreinings
Rísi ágreiningur milli aðila skulu þeir leitast við að leysa hann sín á milli en að öðrum kosti vísa honum til Héraðsdóms Reykjavíkur til úrlausnar.
Almennt – Prófunar og kvörðunarþjónusta
Allar pantanir á þjónustu skulu fara eftir skilmálum þessum, nema annað hafi verið samið um skriflega. Gjald fyrir kvörðunarþjónustu er samkvæmt verðskrá reiknað út frá vinnutímagjaldi, efniskostnaði, faggildingarkostnaði, aðstöðukostnaði og hlutdeild í stjórnunarkostnaði. Með því að senda verkbeiðni til kvörðunarþjónustu samþykkir viðskiptavinur að vinna sé framkvæmd í samræmi við skilmála þessa.
Verðskrá er að finna á heimasíðu BSI á Íslandi.
Verði vanskil á greiðslu á gjalddaga, verður BSI á Íslandi ehf ekki bundin af því að halda verkinu áfram. Ef frestun eða framlenging verður á verkinu skal viðskiptavinur greiða aukakostnað svo lengi sem frestunin/framlengingin sé ekki rakin beint til verktakans.
Viðskiptavinur skal greiða bætur fyrir allan þann kostnað og tjón af völdum riftunar eða frestun samnings í heild eða hluta til af hálfu viðskiptavinar, ef ekki er hægt að rekja slíka riftun eða frestun til samnings.
Ábyrgð og öryggi – Vinna hjá viðskiptavinum
Viðskiptavinur ábyrgist að vinnuumhverfi og aðgengi sé öruggt eftir þörfum verktaka til að sinna skyldum sínum fari þjónustan fram í aðstöðu hans.
Verktaki áskilur sér rétt til að stöðva eða hætta við framkvæmd ef hann telur að viðskiptavinur uppfylli ekki slíkar kröfur.
Flutningskostnaður undir vörur er ekki innifalinn í gjaldi.
Umhirða og meðhöndlun tækja
Þó að kvörðunarþjónustan geri eðlilegar ráðstafanir til að varðveita tæki ber hún ekki ábyrgð á tjóni eða skemmdum sem kunna að verða við flutning eða meðan þau eru í vörslu þjónustuaðilans, við prófun eða kvörðun nema slíkt tjón sé bein afleiðing af gáleysi af hálfu
þjónustuaðilans eða starfsmanna hans.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllu því tjóni sem gæti hlotist af flutningi.
Þjónustuaðili og aðilar á hans vegum við framkvæmd þjónustu, eru hvorir um sig ekki ábyrgir fyrir tjóni sem viðskiptavinur verður fyrir við beitingu eða notkun á niðurstöðum vinnu þjónustuaðila.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á tjóni kann að verða eða aukavinnu sem hlýst af röngum eða ófullnægjandi upplýsingum eða gögnum sem hann lætur þjónustuaðila í té.
Gildistaka
Skilmálar þessir gilda frá 30. júlí 2018
BSI á Íslandi ehf.
kt. 551104-2140
Skútuvogi 1d / 104 Reykjavík
Sími: 414-4444
Ábendingar
Við tökum líka alltaf við hrósi.
Vinsamlegast settu inn þær ábendingar / betrumbætur sem þú hefur í huga. Ábendingar mega vera nafnlausar.