Frá
til
Námskeiðslýsing
Stjórnkerfi upplýsingaöryggis (Information Security Management System – ISMS) er stýrð aðferð til að hafa umsjón með trúnaðarupplýsingum er varða fyrirtækið og tryggja öryggi þeirra. Kerfið nær yfir þá þætti er varða starfsmenn, verklagsreglur og upplýsingakerfi.
Námskeiðslýsing
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þá kunnáttu sem þarf til að innleiða upplýsingaöryggiskerfi samkvæmt kröfum ISO 17799 og vottunarskilyrðum ISO 27001:2022.

Ávinningur námskeiðs
Bæði markmið og árangur námskeiðsins mun verða uppbygging árangursríks upplýsingaöryggiskerfis undir leiðsögn sérfræðings frá BSI. Sú þekking og færni sem námskeiðið miðlar getur aðstoðað þig við að bæta og vernda fyrirtæki þitt.
Efnisþættir námskeiðs
- Ákvörðun um umfang
- Staðfesting á umfangi upplýsinga
- Ákvörðun um mikilvægi á umfangi upplýsinga
- Ákvörðun um áhættur
- Ákvörðun um stefnumál og það stig sem er krafist af eftirliti
- Staðfesting á markmiðum eftirlits og stjórnunar
- Skilgreining á stefnum, stöðlum og aðferðum fyrir innleiðingu
- Lok á skilyrðum fyrir handbók um stjórnkerfi upplýsingaöryggis
- Eftirlit og yfirlit um stjórnkerfi upplýsingaöryggis
- Verkefni í innleiðingarferli fyrir stjórnkerfi upplýsingaöryggis
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir starfsmenn, æðstu stjórnendur ofl. skipulagsheilda sem sem eiga að innleiða og sjá um uppsetningu ISO 2700
- Ráðgjafa í stjórnun upplýsingaöryggis.
- Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa skilning á ISO 27001 og ISO 17799.
- Fyrir þá sem vilja sérfræðiþekkingu og skilning á innleiðingarferli ISO 27001.
- Starfsfólk með grunnþekkingu á stjórnunarkerfisstöðlum.
- Þá aðila sem vilja bæta árangur og verklag.
- Stjórnendur fyrirtækja og þá sem starfa samkvæmt kröfum ISO 27001.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Lengd námskeiðs: 2 dagar, kennt frá 09:00 – 17:00
Námskeiðsgögn eru á ensku.
Að loknum námskeiðsdegi mega þátttakendur búast við því að lögð verði fyrir þá stutt verkefni eða lestur sem heimavinna.
Leiðbeinandi: Örn Alexandersson frá BSI
Verð: 198.000 kr
– innifalið kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námsskeiðsgögnum.
Viðskiptavinir BSI eru með 10% afslátt af námskeiðum.
20% afsláttur er veittur af öðrum þátttakanda ef þátttakendur eru fleiri en einn frá sama fyrirtæki/stofnun.
Þátttakendur fá skírteini frá BSI að námskeiði loknu.
Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15
Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!