BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

ISO 45001:2015 - OHS
Stjórnkerfi fyrir heilsu og öryggi OHS

Að finna hagkvæmt og skilvirkt kerfi sem uppfyllir kröfur vinnuverndar (H&S) og löggjafar getur verið umtalsverð áskorun.

Þetta á sérstaklega við ef vilji er til að þróa stjórnkerfi sem verði samþætt við gæðakerfi og/eða umhverfisstjórnunarkerfi.

Námskeiðslýsing

BSI býður upp á viðurkent, tveggja daga, alþjóðlegt námskeið sem veitir þér þekkingu til að innleiða stjórnunarkerfi fyrir heilsu og öryggi starfsmanna.

Með þátttöku í námskeiðinu ættir þú að verða lykilstarfsmaður í því að tryggja að þitt fyrirtæki sé bæði samstillt og samhæft skv ISO 45001.

Fyrir hverja er námskeiðið ?

  • Stjórnendur heilbrigðis- og öryggismála
  • Millistjórnendur sem hafa ábyrgð á heilsu og öryggi
  • Stjórnendur og starfsmenn sem bera ábyrgð á innleiðingu ISO 45001
  • Gæða- og umhverfisstjóra sem bera ábyrgð á samþættingu við ISO 45001

Ávinningur námskeiðs

  • Alþjóðlegt stjórnkerfi fyrir heilsu og öryggi starfsmanna mun auka traust starfsmanna, viðskiptavina og annara hagsmunaaðila
  • Hæfni til að innleiða stjórnunarkerfi fyrir heilsu og öryggi starfsmanna sem hægt er að samþætta við gæða- og/eða umhverfisstjórnunarkerfi
  • Fyrirtækið sýnir það í verki að það leggur áherslu á heilsu og öryggi starfsmanna sem eykur traust þeirra og starfsánægju

Markmið námskeiðs

Að þátttakendur verði færir um að skilgreina og innleiða stjórnkerfi fyrir heilsu og öryggi starfsmanna, vinnuvernd. Þátttakendur eiga þannig að geta :

  • Þekkt kröfur staðalsins ISO 45001
  • Byggt upp og innleitt stjórnkerfi fyrir vinnuvernd
  • Gert GAP nálgun þar sem niðurstöður varpa ljósi á þá þætti í heilsu og öryggismálum
    sem fyrirtækið verður að taka til frekari skoðunar
  • Skilgreint mikilvægar vísbendingar og hvernig brugðist verður við þeim
  • Byggt upp aðferðafræði til að hrinda umbótum í framkvæmd

Efnisþættir námskeiðs

  • Bakgrunnur ISO 45001 (OHSAS 18001)
  • Innleiðingarferli ISO 45001
  • Skilgreining og yfirferð á þeim lögum og reglugerðum sem eru gildandi
  • Kröfur ISO 45001
  • Núverandi staða heilsu- og öryggismála skilgreind
  • Innleiðingaráætlun
  • Innleiðing heilsu- og öryggisstjórnkerfis
  • Vöktun og mælingar
  • Endurskoðun stjórnkerfis

Greiðsluskilmálar námskeiða

Við skráningu á námskeið samþykkir umsækjandi greiðslu á námskeiðsgjaldi.

Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt viku fyrir námskeið. Greiðsluseðill birtist í heimabanka/fyrirtækjabanka.

Afskráning á námskeið þarf að berast með lágmarki viku fyrirvara annars eru námskeiðsgjöld innheimt.

BSI á Íslandi áskilur sér rétt til þess að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi.

Ef þú hefur einhverjar spurningar vegna greiðsluskilmála eða námskeiða almennt getur þú sent okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is eða haft samband við skrifstofu okkar í síma 414 4444.

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

info@bsiaislandi.is

414-4444

Hafðu samband