Eins dags námskeið sem tekur á því hvernig á að stjórna innri úttektum með árangursríkum hætti.
Kenndar eru aðferðir innri úttekta sem samræmast ISO 19011.
Einnig er kennt hvernig best er skipuleggja, framkvæma, skrá innri úttektir og hvernig vinna eigi að úrbótum.
Fyrir hverja er námskeiðið?
- Starfsfólk með grunnþekkingu á stjórnkerfisstöðlum (t.d. ISO 9001) og ábyrgt fyrir innri úttektum
- Þá aðila sem vilja bæta árangur og verklag við innri úttektir
Ávinningur fyrir fyrirtækið
Starfsmenn læra hvernig þeir geta gert fyrirtækinu kleift að fylgja þeim kröfum sem ISO 19011 setur. Námskeiðið gerir starfsmönnum kleift að bera kennsl á þau frábrigði sem geta haft áhrif á skilvirkni gæðastjórnunarkerfins. Starfsmenn sem framkvæma innri úttektir öðlast sjálfstraust í starfi og reynslu eftir námskeiðið.
Efnisþættir námskeiðs
- Skipulag innri úttekta og markmiðasetning
- Framkvæmd innri úttekta
- Samskipti við starfsmenn við framkvæmd innri úttekta
- Skýrslugerð, niðurstöður og frábrigði
Greiðsluskilmálar námskeiða
Við skráningu á námskeið samþykkir umsækjandi greiðslu á námskeiðsgjaldi.
Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt viku fyrir námskeið. Greiðsluseðill birtist í heimabanka/fyrirtækjabanka.
Afskráning á námskeið þarf að berast með lágmarki viku fyrirvara annars eru námskeiðsgjöld innheimt.
BSI á Íslandi áskilur sér rétt til þess að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi.
Ef þú hefur einhverjar spurningar vegna greiðsluskilmála eða námskeiða almennt getur þú sent okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is eða haft samband við skrifstofu okkar í síma 414 4444.